Kæri viðskiptavinur.

Allar pantanir í vefverslun teljast endanlegar þegar greiðsla berst. Ef ekki er greitt fyrir pöntun þá telst hún ekki vera samþykkt og verður felld niður.
Vörur eru sendar af stað eins fljótt og mögulegt er, þó getur komið upp sú staða að vara er ekki til á lager og verður þá viðskiptavini tilkynnt eins fljótt og auðið er hver biðtíminn er. Ef seljandi telur sig ekki geta uppfyllt pöntunina þá er honum heimilt að hætta við pöntunina og endurgreiða viðskiptavininum að fullu.

Flutningsskilmálar:

Viðskiptavinir geta valið milli sendingar með Póstinum, Dropp eða hraðsendingu. Við tökum okkur 1-2 virka daga til að fara með sendinguna í póst.

Ef einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur póst.